Styrkja tókst stoðirnar hjá Start

Guðmundur Kristjánsson hefur búið í syðstu borg Noregs í fimm …
Guðmundur Kristjánsson hefur búið í syðstu borg Noregs í fimm ár og spilað með liði Start. Hann heldur áfram þar að óbreyttu. Ljósmynd/ikstart.no

Yfirgnæfandi líkur eru á því að knattspyrnumaðurinn Guðmundur Kristjánsson verði áfram í herbúðum norska liðsins Start frá Kristianstad sem leikur í næstefstu deild á komandi tímabili eftir fall úr þeirri efstu í fyrra.

Guðmundur og fjölskylda hans hafa í það minnsta tekið þá ákvörðun og eitthvað óvænt þyrfti að gerast til að breyta henni. Guðmundur er samningsbundinn félaginu út þetta ár.

„Við ætlum að taka næsta ár hérna. Okkur líður vel og tókum því þessa ákvörðun með fleira þætti í huga en einungis fótboltann. Ég mun því taka slaginn með Start en svo kemur í ljós hvað gerist þegar samningurinn rennur út,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans. Segist hann hafa ýtt frá sér fyrirspurnum frá liðum sem honum þóttu ekki nógu heillandi til að rífa fjölskylduna upp.

Sjá samtal við Guðmund Kristjánsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert