Sigurður Ragnar tekinn við liði í Kína

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Ljósmynd/Ståle Linblad

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er nýr þjálfari kvennaliðs JS Suning í Kína, en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins rétt í þessu.

Sigurður Ragnar hefur verið orðaður við lið í Kína að undanförnu, en hefur ekki viljað tjá sig um málið. Hann var síðast aðstoðarþjálfari Lilleström í Noregi og var auk þess við stjórn hjá ÍBV fyrir tæpum þremur árum. Þá var hann þjálfari íslenska kvennalandsliðsins á árunum 2007-2013.

Liðið hét áður Jiangsu Sainty, en þeir Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen spiluðu með karlaliði félagsins árið 2015. 

Daði Rafnsson verður aðstoðarþjálfari liðsins en hann hefur starfað hjá Breiðabliki undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert