Ari lengur frá keppni

Ari Freyr Skúlason hefur verið að glíma við meiðsli.
Ari Freyr Skúlason hefur verið að glíma við meiðsli. mbl.is/Golli

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í rúman mánuð og nú er ljóst að hann spilar ekki á ný með Lokeren fyrr en eftir næstu mánaðamót.

Ari fór af velli, meiddur í kálfa, seint í leik Lokeren og Standard Liege 21. desember. Hann missti af leik liðsins um jólin og svo fyrsta leiknum eftir vetrarfríið, sem var gegn Mouscron síðasta laugardag.

Nú liggur fyrir að Ari verði ekki með liðinu gegn Gent annað kvöld og ekki heldur gegn Kortrijk næsta laugardag. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Anderlecht á heimavelli föstudagskvöldið 3. febrúar og þá verður fjarveran orðin sex vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert