Fimmta tap lærisveina Ólafs í röð

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. AFP

Lærisveinar Ólafs Helga Kristjánssonar í Randers töpuðu fyrir botnliði OB, 3:0, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varði mark Randers í leiknum en gat ekki komið í veg fyrir þrjú mörk heimamanna. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir vetrarhlé og Randers, sem byrjaði tímabilið svo vel, hefur nú tapað fimm deildarleikjum í röð.

Randers er í 5. sætinu með 32 stig en OB komst úr botnsætinu með sigrinum og hefur 21 stig í næstneðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert