Ekki í bann fyrir að sýna puttann

Carlo Ancelotti sýndi eitthvað annað en þumalputtana.
Carlo Ancelotti sýndi eitthvað annað en þumalputtana. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Bayern München, mun ekki vera dæmdur í bann eftir að hafa gefið stuðningsmönum Hertha Berlín fingurinn í viðureign liðanna um helgina.

Leikurinn fór 1:1 og var hiti í mönnum, en Ancelotti sagði að hann hefði brugðist við eftir að hrækt hefði verið í átt að sér úr stúkunni. Hann fékk tækifæri til að skýra mál sitt áður en þýska knattspyrnusambandið dæmdi nokkuð í málinu.

Bayern jafnaði metin seint í uppbótartíma sem fór illa í stuðningsmenn Herthu og fór puttinn á loft hjá Ancelotti á leið til búningsklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert