United fer til Rússlands

Zlatan Ibrahimovic þarf að skella sér til Rússlands í viðureign …
Zlatan Ibrahimovic þarf að skella sér til Rússlands í viðureign Manchester United gegn Rostov. AFP

Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Manchester United mætir Rostov frá Rússlandi og á síðari leikinn á heimavelli en Rostov er lægst skrifara liðið á styrkleikalista UEFA af liðunum sem eftir eru í keppninni. Þá mætir Lyon Roma í hörkuviðureign og Danirnir í FC København mæta Ajax í áhugaverðri viðureign. 

Belgísku liðin Gent og Genk mætast einnig í fyrstu albelgísku viðureign keppninnar en við fáum einnig Þýskalandsslag þar sem Schalke og Mönchengladbach drógust saman.

16-liða úrslitin:

Celta - Krasnodar
Apoel - Anderlecht
Schalke - Mönchengladbach
Lyon - Roma
Rostov - Manchester United.
Olympiacos - Besiktas
Gent - Genk
FC København - Ajax

FC Köbenhavn mætir Ajax.
FC Köbenhavn mætir Ajax. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert