Sevilla upp að hlið Real Madrid

Gabriel Mercado fagnar marki sínu fyrir Sevilla í sigri liðsins …
Gabriel Mercado fagnar marki sínu fyrir Sevilla í sigri liðsins gegn Real Betis ásamt samherja sínum, Wissam Ben Yedder. AFP

Sevilla jafnaði Real Madrid að stigum á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla með 2:1-sigri sínum í nágrannaslag gegn Real Betis í 24. umferð deildarinnar í kvöld. 

Riza Durmisi kom Real Betis yfir með marki beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Gabriel Mercado jafnaði síðan metin fyrir Sevilla í upphafi seinni hálfleiks með skoti af stutti færi.

Það var svo Vicente Iborra sem skoraði sigurmark Sevilla þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Iborra skallaði þá boltann í mark Real Betis eftir aukaspyrnu Samir Nasri.

Sevilla og Real Madrid hafa hvort um sig 52 stig á toppi deildarinnar, en Real Madrid á hins vegar tvo leiki til góða á Sevilla. Barcelona er síðan í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig, en Barcelona á einn leik til góða á Sevilla.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert