Real Madrid á toppinn eftir hörkuleik

Leikmenn Real Madrid fagna marki í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna marki í kvöld. AFP

Real Madrid komst aftur á toppinn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu en liðið sigraði Villareal í frábærum leik á útivelli í kvöld, 3:2.

Staðan var 0:0 að loknum fyrri hálfleik en Trigueros og Bakambu komu heimamönnum í Villareal í tveggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiks.

Bale minnkaði muninn fyrir gestina frá höfuðborginni á 64. mínútu og Ronaldo jafnaði metin tíu mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Það var svo varamaðurinn Morata sem tryggði gestunum þrjú dýrmæt stig en hann skoraði sigurmarkið þegar sjö mínútur voru til leiksloka.

Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar með 55 stig, stigi á undan erkifjendum sínum frá Barcelona. Madridingar eiga leik til góða á Börsunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert