Ljungberg til Wolfsburg

Fredrik Ljungberg.
Fredrik Ljungberg. Ljósmynd/arsenal.com

Fredrik Ljungberg, Svíinn sem gerði garðinn frægan með liði Arsenal á árum áður, er kominn í þjálfarateymi þýska 1. deildarliðsins Wolfsburg.

Wolfsburg réð í dag Hollendinginn Andries Jonker sem þjálfara liðsins í stað Frakkans Val­erien Isma­el sem var látinn taka poka sinn.

Jonker kemur til Wolfsburg frá Arsenal þar sem hann hefur þjálfað U15 ára lið félagsins og hefur Ljungberg verið honum til aðstoðar.

Þeir fara nú saman til Wolfsburg og er ætlað rétta við gengi liðsins en það er í 14. sæti deildarinnar og er í bullandi fallhættu en Wolfsburg varð þýskur meistari árið 2009 í fyrsta og eina skipti.

Ljungberg lék 216 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1998 til 2007 og skoraði í þeim 46 mörk. Hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu og vann þrjá bikarmeistaratitla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert