Eggert tilnefndur í furðulegt lið BBC

Eggert Gunnþór Jónsson á landsliðsæfingu.
Eggert Gunnþór Jónsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eva Björk

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður SønderjyskE í Danmörku, er tilefndur í heldur óvenjulegt lið af lesendum breska ríkisútvarpsins, BBC, í dag.

BBC leitaði að tilnefningum í svokallað „pönnukökulið“ sem væri skipað leikmönnum sem bera nafn sem tengja má við pönnukökur og/eða morgunverð. Þar kom nafn Eggerts fram og má ætla að lesandinn sé hrifinn af eggjum í morgunmat.

„Eggert Jónsson hlýtur að komast í liðið,“ skrifaði lesandinn og BBC birti athugasemd hans. Aðrar athugasemdir sem borist hafa eru heldur frumlegri, þar sem búið er að eiga aðeins við nöfn leikmanna.

Má þar nefna Adam Nutellalana, Alexander Butt(n)er og Jaap Ham. Sumir höfðu greinilega hugmyndaflugið í lagi. 

Eggert náði þó ekki í endanlegt „pönnukökulið“ BBC, sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert