Króatar með þriggja stiga forystu

Nikola Kalinic í baráttu við tvo Úkraínumenn í Zagreb. Hann …
Nikola Kalinic í baráttu við tvo Úkraínumenn í Zagreb. Hann skoraði sigurmark Króata. AFP

Króatar náðu þriggja stiga forystu í I-riðli undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Úkraínu, 1:0, í Zagreb. Ísland er í öðru sæti eftir sigurinn á Kósóvó.

Nikola Kalinic skoraði sigurmark Króatíu á 38. mínútu. Fyrr í kvöld unnu Tyrkir sigur á Finnum í Antalya, 2:0.

Þegar riðlakeppnin er hálfnuð, fimm umferðir búnar af tíu, er Króatía með 13 stig, Ísland 10, Úkraína 8, Tyrkland 8, Finnland 1 og Kósóvó 1 stig.

Sjötta umferð er leikin 11. júní en þá leika Ísland og Króatía á Laugardalsvellinum, Finnland fær Úkraínu í heimsókn og Kósóvó tekur á móti Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert