Jafntefli í toppslagnum

Romelu Lukaku og Yannick Ferreira-Carrasco fagna marki þess fyrrnefnda fyrir …
Romelu Lukaku og Yannick Ferreira-Carrasco fagna marki þess fyrrnefnda fyrir Belgíu gegn Grikklandi í kvöld. AFP

Belgía og Grikkland skildu jöfn, 1:1, í toppslag í H-riðli í undankeppni HM 2018 sem fram fór á Koning Boudewijnstadion í Brussel í Belgíu kvöld. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi yfir í uppafi síðari hálfleiks, en Romelu Lukaku jafnaði metin undir lok leiksins og þar við sat.

Bosnía-Hersegóvína vann 5:0-stórsigur gegn Gíbraltar á Bilino Polje Stadium í Zenica í Bosníu-Hersegóvínu. Vedad Ibisevic skoraði tvö marka Bosníu-Hersegóvínu og Avdija Vrsajevic, Edin Visca og Ermin Bicakcic sitt markið hver.

Kýpur og Eistland gerðu markalaust jafntefli á Neo GSP Stadium í Níkósíu á Kýpur.

Staðan í H-riðlinum eftir fimm umferðir er eftirfarandi: Belgía 13, Grikkland 11, Bosnía-Hersegóvína 10, Kýpur 4, Eistland 3, Gíbraltar 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert