Sex mánaða bann fyrir brot (myndskeið)

Qin Sheng fer af velli eftir brotið rándýra.
Qin Sheng fer af velli eftir brotið rándýra. AFP

Qin Sheng, leikmaður Shangai Shenhua í kínversku deildinni í knattspyrnu, hefur fengið sex mánaða keppnisbann eftir að hafa traðkað á Axel Witsel, leikmanni Tianjin Quanjian, í leik liðanna. 

Sheng fékk beint rautt spjald fyrir brotið, en kínverska knattspyrnusambandið var allt annað en sátt við Sheng sem einnig var sektaður um tæplega tvær milljónir króna. 

Bannið gildir til 12. september, en þá eru tveir mánuðir eftir af deildinni, sem er nýbyrjuð. Liðsfélagi Sheng, Sun Shilin, fékk svo tveggja leikja bann fyrir að gera grín að Alexander Pato, liðsfélaga Witsel, er hann brenndi af vítaspyrnu. Shilin lyfti upp þumli í átt að Pato eftir vítaspyrnuna. 

Brotið hjá Sheng má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert