England ekki í vandræðum með Litháen

Jermain Defoe fagnar marki sínu í dag.
Jermain Defoe fagnar marki sínu í dag. AFP

Enska landsliðið í knattspyrnu vann öruggan 2:0 sigur á Litháen í undankeppni HM í dag. Jermain Defoe og Jamie Vardy skoruðu mörk Englands.

Litháar ógnuðu marki Englands ekki neitt í leiknum og var sigurinn býsna öruggur. Defoe var að spila sinn fyrsta landsleik í þrjú ár og hélt hann upp á áfangann með að skora af stuttu færi eftir undirbúning Raheem Sterling. Jamie Vardy bætti við í seinni hálfleik eftir sendingu frá Adam Lallana. 

England er í efsta sæti F-riðils með 13 stig en Slóvenar eru í 2. sæti með átta stig. Heimsmeistarar Þjóðverja höfðu svo betur gegn Aserbaísjan, 4:1. Andre Schürrle skoraði tvö mörk og Mario Gomez og Thomas Müller skoruðu eitt mark hver. 

Tékkland vann svo San Marínó, 6:0, og Armenía hafði betur gegn Kasakstan, 2:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert