„Er hreint orðlaus“

Arjen Robben gengur niðurlútur af velli í gærkvöld.
Arjen Robben gengur niðurlútur af velli í gærkvöld. AFP

Arjen Robben, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, var niðurlútur þegar hann ræddi við fréttamenn eftir 2:0 tap Hollendinga gegn Búlgörum í undankeppni HM í knattspyrnu í Sofiu í gærkvöld.

Hollendingar eru í fjórða sæti riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í úrslitakeppni HM í Rússlandi á næsta ári. Frakkar eru í efsta sætinu með 13 stig, Svíar í öðru með 10, Búlgarar í þriðja með 9 og Hollendingar eru með 7 stig.

„Hvað get ég sagt ykkur? Við komum hingað með góðar fyrirætlanir en þetta varð að martröð. Við vinnum saman og töpum saman. Nú munum við fá skítinn yfir okkur alla. Það er leitt og ég er hreint orðlaus. Fyrri hálfleikurinn var mikið sjokk,“ sagði Robben en Hollendingar komust ekki í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert