Hollendingar reka þjálfarann

Danny Blind er atvinnulaus.
Danny Blind er atvinnulaus. AFP

Hollenska knattspyrnusambandið hefur vikið Danny Blind úr starfi, en hann var þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kornið sem fyllti mælinn hjá sambandinu var 2:0 tap gegn Búlgaríu í gær, þar sem hollenska liðið sá aldrei til sólar. 

Blind tók við af Guus Hiddink í júlí árið 2015. Fyrsti leikur Blind var gegn Íslandi á heimavelli, en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Íslandi eftirminnilegan sigur. 

Blind stýrði liðinu í 18 leikjum, en í þeim hafði liðið betur í átta leikjum og laut í lægra haldi í sjö leikjum. Holland er í 4. sæti A-riðils í undankeppni HM 2018, en liðið er sex stigum á eftir toppliði Frakka og þrem stigum á eftir Svíþjóð sem er í 2. sæti riðilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert