„Er stoltur af þér“

Feðgarnir Danny Blind og Daley Blind.
Feðgarnir Danny Blind og Daley Blind. AFP

Daley Blind, leikmaður Manchester United og hollenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að draumur sinn hafi ræst þegar hann lék undir stjórn föður síns með hollenska landsliðinu en hollenska knattspyrnusambandið ákvað í gær að reka Danny Blind úr starfi landsliðsþjálfara.

Brottreksturinn kom í kjölfari 2:0 ósigurs Hollendinga gegn Búlgörum og allt lítur út fyrir að Hollendingar missi af annarri stórkeppninni í röð en þeir komust ekki á Evrópumótið í Frakklandi í fyrra. Holland er í fjórða sæti í riðlinum með 7 stig. Frakkland er efst með 13 stig, Svíþjóð er í öðru sæti með 10 og Búlgaría í þriðja sætinu með 9 stig.

„Að vinna saman sem faðir og sonur á hæsta stigi var draumur sem rættist. Þú flúðir aldrei frá ábyrgð þinn og gafst aldrei upp. Ég er stoltur af þér,“ skrifar Daley Blind á Instagram-síðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert