Auðvitað vonsvikinn að tapa leiknum

Martin O'Neill landsliðsþjálfari Íra.
Martin O'Neill landsliðsþjálfari Íra. AFP

Martin O‘Neill, landsliðsþjálfari Íra, var ekki ósáttur með frammistöðu lærisveina sinna í 1:0-tapinu gegn Íslandi í vináttuleik í Dublin í kvöld.

„Ég er auðvitað vonsvikinn með að tapa leiknum. En í heildina fannst mér við standa okkur vel í síðari hálfleiknum og náðum góðum fyrirgjöfum. Það vantaði að menn í teignum kæmust í boltann og settu hann í netið. Í heildina stóðu margir sig mjög vel,“ sagði O‘Neill.

„Við vorum með stjórn á leiknum í síðari hálfleik og vorum með yfirburði á stórum kafla í leiknum. En það þarf að skapa sér færi og það gerðum við ekki,“ sagði O‘Neill eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert