Óvænt tap Argentínu án Messi

Þeir Marcos Rojo og Mateo Musacchio gátu ekki leynt vonbrigðum …
Þeir Marcos Rojo og Mateo Musacchio gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í kvöld. AFP

Argentína mátti sætta sig við óvænt tap gegn Bólivíu, 2:0, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Lionel Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann.

Bólivía komst yfir í fyrri hálfleik og bætti við öðru í þeim seinni, en Argentína náði ekki að blanda sér enn frekar í toppbaráttu undanriðils Suður-Ameríku-liðanna.

Liðið er með 22 stig eftir 14 leiki, en aðeins tvö stig eru í 6. sætið sem gefur ekki þátttökurétt á HM. Fjög­ur efstu liðin tryggja sér sæti í úr­slita­keppn­ina í Rússlandi á næsta ári en liðið sem end­ar í 5. sæt­inu fer í um­spil gegn liði úr Eyja­álfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert