FIFA hefur málsókn gegn Taylor (myndskeið)

Seamus Coleman liggur á sjúkrabörunum eftir fótbrotið.
Seamus Coleman liggur á sjúkrabörunum eftir fótbrotið. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið málsókn gegn Neil Taylor landsliðsmanni Wales í knattspyrnu fyrir brot hans á Séamus Coleman leikmanni írska landsliðsins í viðureign Wales og Írlands í undankeppni HM sem fram fór á föstudaginn.

Coleman fótbrotnaði eftir afar ljótt brot Taylors og verður frá keppi í marga mánuði en hann gekkst undir aðgerð í vikunni.

Taylor var rekinn af velli fyrir þessa harkalegu tæklingu og verður í banni þegar Walesverjar mæta Serbum í undankeppninni í júní en aganefnd FIFA gæti úrskurðað Taylor í lengra bann heldur en þennan eina leik. Á meðfylgandi myndskeiði má sjá þetta ljóta brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert