Platini með mjög föst skot á Blatter

Michel Platini er ekki sáttur við Sepp Blatter.
Michel Platini er ekki sáttur við Sepp Blatter. AFP

Michel Platini skaut ansi föstum skotum á Sepp Blatter í viðtali við franska blaðið Le Monde. Báðir eru þeir í banni frá knattspyrnu eftir að í ljós kom um spillingu þeirra. 

Blatter var forseti alþjóða knattspyrnusambandsins og Platini forseti evrópska knattspyrnusambandsins og misstu þeir báðir vinnuna í kjölfar málsins, en Blatter samþykkti greiðslu upp á 1.3 milljónir punda til Platini á sínum tíma. Platini virðist ekki sáttur við hlut Blatter í málinu og er hann ekki feiminn við að láta skoðun sína í ljós. 

„Ég veit ekki hvað ég gerði rangt. Það á ekki að trúa öllu sem Blatter segir, því hann segir þér alltaf það sem þú vilt heyra. Hann er pólitískt dýr og sjálfselskasti maður sem ég hef kynnst," sagði Platini. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert