Kingsley Coman orðinn leikmaður Bayern

Kingsley Coman.
Kingsley Coman. AFP

Þýska meistaraliðið Bayern München hefur gengið frá kaupum á franska landsliðsmanninum  Kingsley Coman sem hefur verið í láni frá ítölsku meisturunum frá árinu 2015.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Bayern greiði sem jafngildir 2,5 milljörðum íslenskra króna fyrir kantmanninn fljóta sem er 20 ára gamall. Samningur hans við þýska meistaraliðið gildir til þriggja ára.

„Kingsley Coman er mikilvægur leikmaður í framtíðarliði okkar og þess vegna ákváðum við að nýta okkur þann möguleika að semja við hann. Hann er afar lofandi leikmaður sem hefur mikla hæfileika,“ segir Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München.

Coman, sem hefur spilað 11 leiki með franska landsliðinu, hefur komið við sögu í 17 leikjum með Bayern í Bundesligunni á tímabilinu og hefur í þeim skorað 2 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert