Elfar skoraði en Horsens fer í fallkeppnina

Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Elfar Freyr Helgason skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lið hans og Kjartans Henrys Finnbogasonar tapaði hinsvegar 2:1 fyrir OB í lykilleik í umspilsriðli deildarinnar.

Úrslitin þýða að Randers og OB enda í tveimur efstu sætum riðilsins og fara í umspilskeppni um Evrópusæti. Horsens og Esbjerg, liði Guðlaugs Victors Pálssonar, enda í tveimur neðri sætunum og fara í umspilskeppni um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Kjartan Henry lék allan leikinn en Elfar, sem jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks, fór af velli á 82. mínútu.

Leikur Randers og Esbjerg er nýhafinn en hann úrslit hans hafa engin áhrif á endanlega stöðu liðanna í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert