Viðar skoraði í tapleik

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. AFP

Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Maccabi Tel Aviv þegar liðið tapaði 2:1 á heimavelli fyrir Hapoel Be'er Sheva í úrslitakeppninni um ísraelska meistaratitilinn í knattspyrnu.

Hapoel Be'er Sheva tryggði sér með sigurinn ísraelska meistaratitilinn í knattspyrnu en liðið er 11 stigum á undan Maccabi, sem er í öðru sæti, þegar þrjár umferðir eru óleiknar.

Viðar Örn hefur þar með skorað 18 mörk á sínu fyrsta tímabili í Ísrael og er markahæstur samanlagt í deildinni og úrslitakeppninni. Hann kom heimamönnum yfir á 24. mínútu en hann fékk hælsendingu frá Yossi Benayoun og skoraði.

Melikson jafnaði metin fyrir gestina á 57. mínútu. Viðar Örn var tekinn af leikvelli á 88. mínútu og mínútu síðar tryggði Hapoel sér sigurinn þegar John Ogu skoraði sigurmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert