Rekinn vegna húðflúrs

Guillermo Varela í leik með Frankfurt.
Guillermo Varela í leik með Frankfurt. AFP

Knattspyrnumaðurinn Guillermo Varela er samningsbundinn enska stórliðinu Manchester United en hann hefur verið á láni hjá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi á tímabilinu. Hann hefur nú verið rekinn frá Frankfurt og sendur aftur til Manchester vegna húðflúrs sem hann fékk sér.

Sýking kom upp í flúrinu sem gerir það að verkum að hann getur ekki leikið úrslitaleik þýska bikarsins sem fram fer á laugardaginn kemur, en Frankfurt mætir Dortmund í úrslitum. Forráðamenn Frankfurt eru allt annað en sáttir og sendu þeir Varela til baka. 

Leikmaðurinn hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á að framlengja dvöl sína hjá Frankfurt, en nú er ljóst að ekkert verður úr því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert