Celtic varð þrefaldur meistari

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic. AFP

Celtic varð í dag skoskur bikarmeistari í knattspyrnu karla eftir dramatískan 2:1-sigur liðsins gegn Aberdeen í úrslitaleik á Hampden Park. Það var Tom Rogic sem skoraði sigurmark Celtic á lokaandartökum leiksins.

Leikurinn hófst fjörlega, en Jonathan Hayes kom Aberdeen yfir á níundu mínútu leiksins og Stuart Armstrong jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Celtic tryggði sér svo titilinn með marki Tom Rogic skömmu áður en dómarinn flautaði leikinn af.

Brendan Rodgers stýrði þar af leiðandi Celtic til sigurs í deildinni, deildabikarnum og bikarnum á sínu fyrsta keppnistímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Celtic fór taplaust í gegnum fyrrgreindar keppnir og varð fyrsta liðið í skosku knattspyrnusögunni til þess að gera það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert