Fleiri sjá Birki og Jón Daða en Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason. AFP

Nú þegar allar stærstu deildir Evrópu fyrir tímabilið 2016-17 í karlaflokki í knattspyrnu eru annaðhvort langt komnar eða lokið eru komnar marktækar tölur varðandi áhorfendafjölda á vellina.

Aðeins eitt enskt lið er í topp 5, Manchester United, og tvö á topp 10 en athygli vekur að 10% liðanna í efstu 100 sætunum koma úr B-deildinni í Þýskalandi.

Af íslenskum landsliðsmönnum er það Birkir Bjarnason hjá Aston Villa sem fékk flesta áhorfendur, eða um 32 þúsund talsins, en liðið leikur í B-deildinni á Englandi.

Aron Jóhannsson hjá Werder Bremen fær að meðaltali 41 þúsund áhorfendur í efstu deild í Þýskalandi.

Aðeins rúmlega 20 þúsund börðu Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea augum í Wales að meðaltali á tímabiliinu en til að mynda sjá fleiri landsliðsfélaga hans, Jón Daða Böðvarsson hjá Wolves í B-deildinni, eða 21.750.

Listann í heild sinni má sjá hér.

Topp 10:

  1. Borussia Dortmund – 79.653
  2. Barcelona – 77.944
  3. Manchester United – 75.290
  4. Bayern München – 75.000
  5. Real Madrid – 69.170
  6. Schalke 04 – 60.703
  7. Arsenal – 59.957
  8. West Ham United – 56.972
  9. Benfica – 55.994
  10. Celtic – 54.477

Það var athugull notandi vefsíðunnar reddit.com sem tók saman tölurnar sem sjá má hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert