Kjartan gerði gæfumuninn

Kjartan Henry Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.
Kjartan Henry Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu. AFP

Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö marka Horsens sem sigraði Guðlaug Viktor Pálsson og félaga hans hjá Esbjerg 3:2 í seinni leik liðanna í umspili um að forðast fall úr dönsku efstu deildinni í knattspyrnu karla í dag. 

Liðin gerðu 1:1-jafntefli í fyrri leik sínum og Horsens hafði því betur í einvígi liðanna, samtals 4:3. Esbjerg er þar af leiðandi fallið úr efstu deild, en Horsens fer í umspil gegn Vendsyssel um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Kjartan Henry skoraði annað mark Horsens á 46. mínútu leiksins og kom liðinu svo í 3:1 með marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu leiksins. Kjartan Henry og Elfar Freyr Helgason léku allan leikinn fyrir Horsens í dag. Guðlaugur Viktor Pálsson spilaði svo allan leikinn fyrir Esbjerg, en hann er fyrirliði liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert