Hannes og Ólafur skrefi frá Evrópukeppni

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hélt marki sínu hreinu í dag þegar Randers, undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, tryggði sér úrslitaleik um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Randers vann OB 2:0 í dag, í seinni leik liðanna í undanúrslitum sérstakrar Evrópusætiskeppni. Fyrri leikurinn fór 1:1 á heimavelli OB og því hefði Randers dugað markalaust jafntefli í dag, en liðið skoraði bæði mörk sín í uppbótartíma.

Randers mætir Midtjylland í fyrrnefndum úrslitaleik og fer sá leikur fram á heimavelli Midtjylland sem komst í úrslitaleikinn með því að enda í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert