Portúgal úr leik þrátt fyrir sigur

Bruma skoraði tvö í dag.
Bruma skoraði tvö í dag. AFP

Portúgal vann Makedóníu, 4:2 á Evrópumóti U21 landsliða karla í knattspyrnu í Póllandi í dag. Þrátt fyrir sigurinn er Portúgal úr leik, þar sem liðið þurfti að skora fjögur mörk og vinna með meira en tveggja marka mun til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. 

Edgar Ié og Bruma komu Portúgal í 2:0 eftir 22 mínútur en Enis Bardhi minnkaði muninn rétt fyrir hlé og var staðan 2:1 í hálfleik. Daniel Podence kom Portúgal í 3:1 í síðari hálfleik áður en Kire Markoski minnkaði muninn í 3:2. Bruma skoraði fjórða mark Portúgala í blálokin en það dugði ekki til þess að komast í undanúrslit. 

Spánn, sem er komið í undanúrslit mótsins vann Serbíu, 1:0. Spánverjar kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga. Denis Suárez skoraði sigurmark Spánverja á 38. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert