Þjóðverjar og Síle áfram

Þjóðverjar fagna marki í dag.
Þjóðverjar fagna marki í dag. AFP

Þýskaland vann Kamerún 3:1 og Síle og Ástralía gerðu 1:1 jafntefli í lokaleikjum B-riðils í Álfukeppni FIFA í dag.

Síle og Þýskaland fara bæði upp úr riðlinum í undanúrslit. Þýskaland vann riðilinn og mætir Mexíkó en Síle mætir Portúgal sem vann A-riðil.

Kerem Demirbay kom Þýskalandi í 1:0 á 48. mínútu og á 64. mínútu fékk Ernest Mabouka að líta rauða spjaldið hjá Kamerún.

Þjóðverjar nýttu sér liðsmuninn þremur mínútum síðar þegar Timo Werner skoraði en hann var aftur á ferðinni á 82. mínútu og innsiglaði 3:1 sigur heimsmeistaranna.

James Troisi kom Ástralíu yfir gegn Síle á 42. mínútu en Martin Rodriguez jafnaði metin á 68. mínútu fyrir Síle, 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert