Þjálfari Arons látinn fara

Aron fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Aron fagnar marki með íslenska landsliðinu. AFP

Norska úrvalsdeildarliðið Tromsö, sem landsliðsmaðurinn Aron Sigurðarson leikur með, rak í dag þjálfara liðsins, Bård Flovik, frá störfum vegna slaks árangur liðsins á tímabilinu.

1:1 jafntefli gegn Sandefjord í gær reyndist síðasti leikur Tromsö undir stjórn Floviks en Aron skoraði mark Tromsö í þeim leik framhjá Ingvari Jónssyni.

Eftir 14 umferðir er Tromsö í næst neðsta sæti deildarinnar en liðinu hefur aðeins tekist að vinna einn af síðustu 11 leikjum sínum.

Framtíð Aron hjá Tromsö er í óvissu en hollenska liðið Twente vill fá hann í sínar raðir. Tromsö hafnaði fyrsta tilboði hollenska liðsins í Aron á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert