Mætti ekki í eigin læknisskoðun

Kostas Manolas í leik með Roma.
Kostas Manolas í leik með Roma. AFP

Kostas Manolas, varnarmaður Roma, mætti ekki í eigin læknisskoðun eftir að ítalska knattspyrnufélagið samþykkti tilboð frá rússneska félaginu Zenit. Manolas var búinn að samþykkja kaup og kjör hjá Zenit, en hann mætti ekki í læknisskoðunina þar sem hann vill fá borgað í evrum, en ekki rússneskum rúblum. 

Rússneska rúblan hefur verið óstöðug að undanförnu og telur hann meira öryggi falið í því að fá borgað í evrum. Zenit hefur samþykkt að borga 30 milljónir punda fyrir Manolas, en búist er við að þetta mál verði leyst og hann verði orðinn leikmaður Zenit fyrr, frekar en síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert