Dagný að komast á ról

Dagný Brynjarsdóttir gegn Sky Blue 2017.
Dagný Brynjarsdóttir gegn Sky Blue 2017. Ljósmynd/ Robyn Walsh McNeil: Portland Thorns

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, lék sinn þriðja leik á tímabilinu í bandarísku atvinnudeildinni í nótt er Portland lagði Kansas City, 3:0.

Dagný er öll að komast á ról á ný eftir að hafa misst af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Dagný var í fyrsta sinn á tímabilinu í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 67 mínúturnar en hún átti þátt í fyrsta markinu sem kanadíska landsliðskonan Christine Sinclair skoraði. Dagný hefur nú leikið þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins.

Dagný er í íslenska landsliðinu sem sem leikur á EM Í Hollandi sem hefst um miðjan næsta mánuð en lengi var var tvísýnt um þátttöku hennar.

Portland komst í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er sex stigum á eftir toppliðinu North Carolina Courage.

Íslenska landsliðið kemur saman og hefur æfingar fyrir EM 3. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert