Er ekkert óánægður og virði samning minn

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. mbl.is/Eggert

Fregnir bárust af því í austurrískum fjölmiðlum á dögunum að landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason væri ósáttur hjá austurríska félaginu Rapid Vín og að umboðsmaður hans hefði tjáð félaginu það og eins að önnur félög væru áhugasöm um að fá hann til liðs við sig í sumar. Arnór Ingvi gerði fjögurra ára samning við Rapid Vín í maí í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með sænska liðinu Norrköping.

Morgunblaðið náði tali af Arnóri í gær þar sem hann var í rútuferð með liðsfélögum sínum í Rapid Vín á leið í æfingabúðir, en liðið er að búa sig undir tímabilið sem hefst seinni hluta næsta mánaðar.

„Ég er ennþá leikmaður Rapid. Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum við félagið og ég virði hann. Fjölmiðlar ræða oft um hluti sem þeir vita ekkert um. Ég er ekkert ósáttur og er bara einbeittur á komandi tímabil,“ sagði Arnór Ingvi við Morgunblaðið.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert