Hannes Þór leiður – vespunni stolið

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að vespu hans, sem hann heldur mikið upp á og hefur nefnt Dr. Big, hefur verið stolið.

Hannes Þór segist hafa verið leiður vegna þessa máls síðustu daga en vespan er þýðingarmikil fyrir Hannes Þór að eigin sögn og hefur hann heitið hverjum þeim sem finnur vespuna vegleg fundarlaun.

Fundarlaunin eru árituð landsliðstreyja af öllum íslensku landsliðsmönnunum, ársmiði á heimaleiki Randers og áritaðir markmannshanskar.

Ég hef verið svolítið leiður yfir þessu síðustu daga. Vespunni minni, sem ég held svo mikið upp á, hefur verið stolið,“ sagði Hannes Þór.

„Mér finnst þetta vera hluti af persónuleika mínum hér í Randers. Ég er mjög leiður vegna þessa,“ sagði Hannes Þór.

Viðtal við Hannes Þór um upphaf leiktíðarinnar og vespuna stolnu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert