Eric Bailly í þriggja leikja bann

Eric Bailly í baráttu við Karim Benzema.
Eric Bailly í baráttu við Karim Benzema. AFP

Eric Bailly, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann í Evrópukeppnum fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í síðari leik liðsins gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á síðustu leiktíð. 

Bailly missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins og tók hann utan um háls John Guidetti, leikmanns Celta og fékk í kjölfarið rautt spjald. Bailly var ekki með í úrslitaleiknum gegn Ajax vegna spjaldsins og hann mun einnig missa af leiknum gegn Real Madrid um Ofurbikar Evrópu, sem og fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á komandi leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert