Hætti við að hætta við að hætta

Antonio Cassano.
Antonio Cassano. AFP

Síðasta vika hefur verið áhugaverð fyrir ítalska knattspyrnumanninn Antonio Cassano. Hann tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur í knattspyrnu, átta dögum eftir að hafa gengið í raðir Verona. Hann hætti hins vegar við að hætta nokkrum klukkustundum síðar. Nú hefur hann hins vegar hætt við að hætta við að hætta. 

Cassano hætti upprunalega vegna þess að hann saknaði fjölskyldunnar sinnar sem býr á Suður-Ítalíu en Verona er norðarlega í landinu. Eftir viðræður við forráðamenn Verona samþykkti hann að vera áfram hjá félaginu, en nú hefur hann hætt við.

Antonio Cassano lék 39 landsleiki fyrir Ítalíu á sínum tíma og skoraði í þeim tíu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert