Viðar kominn með 26 mörk (myndskeið)

Viðar Örn fagnar marki sínu í gær.
Viðar Örn fagnar marki sínu í gær. Ljósmynd/maccabi-tlv.co.il

Viðar Örn Kjartansson hefur skorað 26 mörk fyrir Maccabi Tel Aviv á aðeins ellefu mánuðum, eftir að hann kom til ísraelska félagsins frá Malmö í Svíþjóð í ágúst á síðasta ári.

Viðar skoraði í gær sigurmark Maccabi gegn Panionios frá Grikklandi, 1:0, í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð Evrópudeildarinnar sem fram fór í Netanya í Ísrael, þar sem KR-ingar mættu Viðari og félögum fyrr í þessum mánuði. Þá skoraði Viðar líka í 3:1 sigri Maccabi Tel Aviv.

Þetta er þriðja mark Viðars í Evrópudeildinni en auk markanna tveggja í sumar skoraði hann gegn Zenit Pétursborg í riðlakeppninni í fyrravetur. Hann gerði jafnframt 19 mörk í ísraelsku deildinni og varð markakóngur hennar, en auk þess skoraði Selfyssingurinn fjögur mörk fyrir liðið í ísraelsku bikarkeppninni á síðasta tímabili. Síðari leikur Maccabi Tel Aviv og Panionios fer fram í Nea Smyrni, úthverfi Aþenu, næsta fimmtudag og þar er sæti í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar í húfi.

Mark Viðars í leiknum í gær má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert