Bolt leikur með Manchester United

Usain Bolt leikur að öllum líkindum með Manchester United í …
Usain Bolt leikur að öllum líkindum með Manchester United í byrjun september. AFP

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt mun að öllum líkindum sjá draum sinn rætast með að leika með knattspyrnuliðinu Manchester United. Bolt, sem lagði hlaupaskóna á hilluna að loknu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem lauk um helgina, hefur oft talað um að gerast knattspyrnumaður í kjölfarið, hjá Manchester-liðinu.

Manchester United og Barcelona mætast í sýningarleik laugardaginn 2. september þar sem margir gamalkunnir knattspyrnumenn sem hafa lagt skóna á hilluna leika, auk Bolt. Það er með þeim formerkjum að hann verði búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM.

Samkvæmt The Sun verða eftirtaldir að öllum líkindum í liði Manchester United:

Andy Cole

Edwin van der Sar

Paul Scholes

Jesper Blomqvist

Denis Irwin

Ronny Johnsen

Dwight Yorke

Wes Brown

Phil Neville

Aðrar stjörnur sem verða í liðinu eru Louis Saha, Mikael Silvestre, Quinton Fortune og Dion Dublin.

Eftirtaldir  verða að öllum líkindum í liði Barcelona:

Jose Mari Bakero - þjálfari

Gaizka Mendieta

Eric Abidal

Migel Angel Nadal

Gheorghe Popescu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert