Ronaldo brjálaður yfir banninu

Cristiano Ronaldo mótmælir rauða spjaldinu.
Cristiano Ronaldo mótmælir rauða spjaldinu. AFP

Fimm leikja bann Cristiano Ronaldo var staðfest í dag eftir að spænska knattspyrnusambandið hafnaði áfrýjun Real Madrid. Ronaldo var dæmdur í bann fyrir að ýta við dómaranum í leik Real Madrid og Barcelona í Meistarakeppni Spánar í knattspyrnu. 

Ronaldo er allt annað en sáttur og telur hann bannið ósanngjarnt og að það sé verið að hann fái öðruvísi meðferð en aðrir. Hann lýsti óánægju sinni á Instagram í dag. 

„Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt og alltof langt bann. Ég fæ ekki sömu meðferð og aðrir," skrifaði hann á Instagram. Ronaldo fékk fyrra gula spjaldið fyrir að fara út treyjunni er hann fagnaði marki sínu í leiknum og það síðara fyrir leikaraskap en leikurinn endaði með 3:1-sigri Real Madrid. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert