Bolt missir af leiknum á Old Trafford

Usain Bolt spilar ekki á Old Trafford.
Usain Bolt spilar ekki á Old Trafford. AFP

Áttfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt mun ekki leika með Manchester United í góðgerðaleik gegn Barcelona sem fram fer 2. september næstkomandi vegna meiðsla. Bolt hefur verið stuðningsmaður Manchester United alla ævi og á hann sinn draum um að leika með liðinu einn daginn. 

Bolt varð fyrir meiðslum í lokahlaupi sínu á HM í London og verður hann ekki búinn að ná sér af þeim fyrir leikinn, þar sem þau voru verri en búist var við í fyrstu.

Leikmenn eins og Edwin van der Sar, Paul Scholes, Denis Irwin, Dwight Yorke, Phil Neville, Ronny Johnsen, Louis Saha, Mikael Silvestre, Jesper Blomqvist, Quinton Fortune og Dion Dublin munu allir taka þátt í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert