Hummels fetar í fótspor Mata

Mats Hummels
Mats Hummels AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Mats Hummels ætlar að feta í fótspor Juan Mata og gefa 1% af laununum sínum í góðgerðamál. Mata tilkynnti á dögunum að 1% af launum hans færu í góðgerðamál og hvatti hann aðra knattspyrnumenn til að gera slíkt hið sama. 

„Þetta er tækifæri fyrir fótboltann að gera heiminn að betri stað. Við gætum lagt meira á okkur til að láta peningana í íþróttinni skapa eitthvað gott," sagði Hummels. 

Mata stakk upp á þessu eftir að honum brá í brún við að sjá fátæktina í Múmbaí á Indlandi er hann var þar í fríi. Hann hrósaði Hummels fyrir að koma til liðs við sig í þessu verkefni. 

„Hann skilur tilganginn í þessu. Hann hefur unnið HM og er að spila með einu stærsta félagi heims og það er frábært að hafa hann með mér í þessu, hann er hinn fullkomi liðsfélagi í þessu verkefni," sagði Mata. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert