Viðar tryggði Maccabi sigur í Austurríki

Viðar Örn Kjartansson tryggði Maccabi Tel Aviv sigur.
Viðar Örn Kjartansson tryggði Maccabi Tel Aviv sigur. mbl.is/Árni Sæberg

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Maccabi Tel Aviv í 1:0 útisigri liðsins á Altach frá Austurríki í umspilinu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Markið kom á 67. mínútu og er Maccabi í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn eftir viku. 

Matthías Vilhjálmsson lagði upp sigurmark Rosenborg sem vann glæsilegan 1:0 útisigur á Ajax. Samuel Adegbenro skoraði markið eftir laglega sendingu Matthíasar. Matthías kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og markið kom aðeins fimm mínútum síðar. 

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi AEK sem gerið markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Gylfi Þór Sigurðsson, nýjasti leikmaður Everton, var ekki með liðinu í kvöld í 2:0 heimasigri á Hadjuk Split. Michael Keane kom Everton yfir með skalla eftir hornspyrnu og Idrissa Gueye bætti við öðru marki með skoti af stuttu færi eftir sendingu Wayne Rooney. AC Milan vann svo þægilegan 6:0 heimasigur á Shkëndija 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert