Everton og Hadjuk Split kærð

Frá látunum í dag.
Frá látunum í dag. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton og króatíska félagið Hadjuk Split hafa verið kærð af knattspyrnusambandi Evrópu vegna óláta í stuðningsmönnum er liðin mættust í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 

Slagsmál brutust út á milli stuðningsmanna og þurfti að stöðva leikinn á meðan lögreglumenn stilltu til friðar. Einhverjir stuðningsmenn Hadjuk Split komust inn á völlinn, hentu niður auglýsingaskiltum og köstuðu aðskotahlutum að stuðningsmönnum Everton, sem svöruðu með að kasta hlutum til baka. 

Everton vann leikinn 2:0 og var Gylfi Þór Sigurðsson kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins fyrir leik en hann var keyptur til félagsins frá Swansea á metfé í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert