Fórnarlambanna minnst á Nou Camp

Mínútu þögn fyrir leikinn. Barcelona prýddi bak allra leikmanna heimaliðsins.
Mínútu þögn fyrir leikinn. Barcelona prýddi bak allra leikmanna heimaliðsins. AFP

Knattspyrnulið Barcelona lék sinn fyrsta leik í gærkvöldi frá því að hryðjuverkin í borginni skullu á. Leikurinn fór fram á Nou Camp gegn Real Betis og vottuðu bæði liðin virðingu sína með mínútu þögn í upphafi leiks.

Heimamennirnir komust yfir þegar Alin Tosca skallaði boltann í eigin net, en Sergi Roberto bætti öðru marki fyrir Barcelona, lokatölur 2:0.

56.480 stuðningsmenn mættu á Nou Camp, sem tekur 90.000 manns í sæti. Eftir að viðstaddir höfðu vottað fórnarlömbum árásarinnar virðingu með mínútu þögn tóku aðdáendur til við að syngja „við erum óhrædd“ auk þess sem á stórum borða í stúkunni stóð „enginn getur nokkurn tímann brotið okkur“.

Bæði liðin léku með svört sorgarbönd og á baki heimamanna stóð nafn borgarinnar í stað nafna leikmanna.

Hryðjuverkaárásin var miðpunktur athyglinnar í gær.
Hryðjuverkaárásin var miðpunktur athyglinnar í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert