Nasri farinn til Tyrklands

Samir Nasri (h) heldur til Tyrklands.
Samir Nasri (h) heldur til Tyrklands. AFP

Knattspyrnumaðurinn Samir Nasri hefur gengið í raðir tyrkneska félagsins Antalyaspor frá Manchester City. Nasri er ekki í náðinni hjá stjóra City, Pep Guardiola, en kappinn var á láni hjá Sevilla á síðasta tímabili.

Nasri lék samtals 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City, en hann gekk til liðs við félagið árið 2011 frá Arsenal.

Frakkinn skrifaði undir tveggja ára samning við tyrkneska félagið, en hann mun leika með fyrirliða liðsins, Samuel Eto‘o, sem var áður framherji Barcelona.

„Allir hjá félaginu óska Samir góðs gengis í næsta kafla ferilsins og við viljum þakka honum fyrir frábærar minningar,“ segir í tilkynningu frá Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert