Albert stóð í ströngu

Albert í leik með PSV.
Albert í leik með PSV.

Það hefur verið nóg að gera hjá knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni í Hollandi síðustu daga.

Á sunnudag spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið PSV þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins í 4:1-útisigri á NAC Breda í úrvalsdeildinni. Í gær var hann svo í byrjunarliði varaliðs PSV og spilaði 90 mínútur í hollensku B-deildinni í heimaleik gegn De Graafscharp sem fór 2:2.

Albert er tvítugur að aldri og hefur verið í röðum PSV frá árinu 2015. Hann hefur verið lykilmaður með varaliðinu í B-deildinni og skoraði 18 mörk í 34 leikjum á síðasta tímabili. Hann var á bekknum hjá aðalliðinu undir lok síðasta tímabils og einnig í fyrstu tveimur leikjunum nú, þar sem hann spilaði svo sinn fyrsta leik eins og áður segir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert