Átti að passa að fjölskyldan dreifði ekki ebólu

Eniola Aluko (t.v.) hefur verið lykilmaður hjá Chelsea og á …
Eniola Aluko (t.v.) hefur verið lykilmaður hjá Chelsea og á að baki yfir 100 A-landsleiki fyrir England. Hún átti meðal annars sinn þátt í að tryggja liðinu bronsverðlaun á HM 2015. Ljósmynd/chelseafc.com

Eniola Aluko, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, hefur nú skýrt frá hvaða kynþáttafordóma landsliðsþjálfarinn Mark Sampson sýndi henni. Hún er fædd í Nígeríu en flutti til Englands á fyrsta árinu sínu. Hún á marga ættingja í Nígeríu sem koma, eins og eðlilegt er, stundum í heimsókn.

Þegar von var á nokkrum þeirra á landsleik Englands á Wembley sagði Sampson henni að vera viss um að ættingjar hennar kæmu ekki með ebólu-vírusinn á Wembley. Aluko heldur því fram að hún hafi sagt enska knattspyrnusambandinu frá þessu í lok síðasta árs, en ekkert hafi gerst í málinu, segir hún í samtali við BBC.

Sampson hefur áður verið sakaður um kynþáttafordóma, en hann spurði leikmann enska liðsins sem var dökk á hörund hversu oft hún hefði verið handtekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert