Kalinic orðinn leikmaður AC Milan

Nikola Kalinic lék með króatíska landsliðinu á Laugardalsvelli í sumar.
Nikola Kalinic lék með króatíska landsliðinu á Laugardalsvelli í sumar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Króatíski framherjinn Nikola Kalinic er orðinn leikmaður ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan. Hann kemur til félagsins frá Fiorentina. Kalinic, sem eitt sinn var á láni hjá Blackburn sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni, skrifar undir fjögurra ára samning við Milan. 

Kalinic skoraði 15 deildarmörk fyrir Fiorentina á síðustu leiktíð og mætti hann ekki til æfinga hjá Fiorentina í sumar þar sem hann vildi yfirgefa félagið. 

Milan hefur eytt yfir 200 milljónum evra í leikmenn í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert